Persónuverndarstefna

Hver við erum

Reykjanesapótek ehf. kt. 471016-0630 var stofnað árið 2016 og opnaði lyfjaverslun sína í mars 2017. Aðaleigandi Reykjanesapóteks er Sigríður Pálína Arnardóttir cand. pharm., lyfsali Reykjanesapóteks. Sigríður Pálína Arnardóttir er ábyrg fyrir rekstri lyfjaverslunar Reykjanesapóteks sem er staðsett að Hólagötu 15, 260 Reykjanesbæ. Skrifstofa Reykjanesapóteks er undir sama húsi.

Hvaða gögn höldum við utan um

Vafrakökur

Reykjanesapótek ehf. notar vafrakökur til að betur skilja hvernig heimasíðan er notuð í þeim tilgangi að bæta upplifun viðskiptavina á síðunni. Vafrakökur af heimasíðu Reykjanesapóteks eru ekki undir nokkrum kringumstæðum afhend þriðja aðila nema um lagalega beiðni sé að ræða.

Tengdar þjónustur

Reykjanesapótek ehf. notast við þjónustur frá hugbúnaðarfyrirtækjunum Facebook, Googlen og Microsoft og hefur ekki stjórn yfir þeirra persónuverndarstefnum. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér persónuverndarstillingar sem Facebook, Google og Microsoft bjóða upp á.

Lyfjaafgreiðsla

Sæki viðskiptavinur um lyfjaafgreiðslu á netinu geymir Reykjanesapótek persónuupplýsingar um viðskiptavininn sem viðskiptavinurinn gefur upp til þess að geta sinnt lyfjaafgreiðslunni. Þær upplýsingar eru kennitala viðskiptavinar, nafn, símanúmer, tölvupóstfang, heimilisfang og lyfjaafgreiðslan sjálf.

Notkun persónuupplýsinga

Upplýsingar sem berast Reykjanesapóteki í gegnum lyfjaagreiðslu á netinu eða önnur skilaboð eru ekki undir nokkrum kringumstæðum notaðar í öðrum tilgangi en til að sinna þeirri afgreiðslu sem óskað er eftir hverju sinni. Uppplýsingarnar eru geymdar hjá hýsingaraðila vefsíðunnar aldrei lengur en í 14 daga. Öllum persónugreinanlegum upplýsingum sem berast Reykjanesapóteki í gegnum lyfjapöntun á netinu er eytt úr kerfi hýsingaraðila á 14 daga fresti.

Hvernig við vinnum gögnin þín

Skilaboð sem þú sendir inn í gegnum vefsíðuna kunna að fara í gegnum gagnagrunn sem er ætlað að sía burt ruslpóst. Skilaboð sem þú sendir inn í gegnum vefsíðuna eru send sjálfkrafa með tölvupósti til Reykjanesapóteks. Tölvupóstkerfið sem við notum er á vegum Microsoft og hýst af Þekkingu hf. Öllum skilaboðum sem berast í gegnum tölvupóst er eytt á 14 daga fresti.

Þinn réttur til gagnanna

Vilji viðskiptavinur fá afrit af sínum persónuupplýsingum innan þess tíma sem þær eru geymdar eða óska eftir því að upplýsingunum verði eytt fyrir þann tíma má senda tölvupóst á netfangið lyf@rnap.is.

Reynt er að svara öllum fyrirspurnum innan 24 tíma.

Frekari upplýsingar

Gangavarsla

Heimasíða Reykjanesapóteks er hýst í gegnum öruggan gagnagrunn Þekkingar hf. og er öll umferð á heimasíðunni dulkóðuð. Öll tölvupóstsamskipti milli Reykjanesapóteks og viðskiptavina eru trúnaðarmál skv. 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti. Allur tölvupóstur sem berst til Reykjanesapóteks í gegnum lyfjaafgreiðslu á netinu er eytt á 14 daga fresti.

Starfsleyfi Reykjanesapóteks

Reykjanesapótek ehf. rekur lyfjaverslun sem er leyfisháð starfsemi. Reykjanesapótek á í reglulegu samtali við Lyfjastofnun og fylgir reglum og leiðbeiningum frá Lyfjastofnun í allri sinni starfsemi.

Sigríður Pálína Arnardóttir cand. pharm. er leyfishafi lyfjaverslunar fyrir hönd Reykjanesapóteks ehf.